EDL.ECML.AT/LANGUAGECHALLENGE

Handbók tungumálaáskorana evrópska tungumáladagsins

Við viljum bjóða öllum að taka þátt í tungumálaáskorunum evrópska tungumáladagsins! Handbókin hefur upp á 51 áskorun að bjóða, sem hver skapar tækifæri til þess að stíga út fyrir þægindarammann og býður upp á möguleikann til þess að æfa sig frekar í tungumáli eða læra meira um tungumál utan kennslustofunnar. Hægt er að velja auðveldar áskoranir sem taka stuttan tíma, t.a.m. „teldu frá 1 upp í 10 á þremur mismunandi tungumálum á innan við einni mínútu“, eða erfiðari áskoranir eins og „færðu texta við lagi yfir á erlent tungumál ásamt vini.“ Í bókinni er að finna eitthvað við allra hæfi og þú gætir jafnvel komist að raun um að þú vitir meira um tungumál en þig grunar!  
Ef þú átt erfitt með að ákveða á hvaða áskorun skal byrja, geturðu látið arka að auðnu með því að snúa lukkuhjólinu neðar á síðunni. Ef þér fellur áskoranirnar svo vel að þér heppnast að klára tíu eða fleiri áskoranir, getur þú umbunað þér með viðurkenningarskírteini með því að fylla út formið hér að neðan. Ef þér er ekki um megn að sýna heiminum tungumálahæfileika þína, geturðu tekið þátt í 51. áskoruninni, „Hvað áræðir þú að gera á erlendu máli?“ (Sjá neðar).

Handbókin á pdf-formi (á ensku)

Tungumálaáskorun dagsins: Write your next shopping list in a foreign language!

Kláraðirðu 10 eða fleiri áskoranir?

Hér er hægt að sækja um viðurkenningarskírteini

Kláraðirðu 10 eða fleiri áskoranir?

Hér er hægt að sækja um viðurkenningarskírteini
I confirm that I successfully completed these challenges.


Veistu ekki á hvaða áskorun þú skalt byrja?

Láttu lukkuhjólið ráða för!


Hvað áræðir þú að gera á erlendu máli?

Hér er hægt að senda inn myndbandið úr 51. áskoruninni





Hversu mörg tungumál getur þú borið kennsl á?

Hér er hægt að sjá lausnarlykil fyrir þrautina á bls. 25 í handbókinni