Hvernig er hægt að taka þátt?
Hvernig er hægt að taka þátt? |
Hægt er að fagna evrópska tungumáladeginum á ótal vegu, allt eftir því hve mikinn tíma þú hefur á höndum þér og yfir hvaða búnaði þú hefur að ráða.
Leiðirnar til að fagna tungumáladeginum geta verið einfaldar (eins og að skipuleggja kvikmyndakvöld þar sem sýndar eru myndir á mismunandi tungumálum eða tungumálakaffihús þar sem sérstakir þjóðarréttir eru bornir á borð), en þær geta líka verið meira krefjandi (eins og stórir fjölmiðlaviðburðir). Viðburðadagatalið sýnir alla viðburði sem hafa verið skráðir á vefsíðuna síðan 2002 og er því góður hugmyndabrunnur. Einnig geturðu kíkt á „fáðu innblástur“-síðuna okkar.
Hvort sem viðburðurinn verði stór eða smár, eru grundvallaratriðin þau sömu:
- Að detta eitthvað sniðugt í hug (t.a.m. veisla, keppni, kvöldverðarboð)
- Að skipuleggja og vekja athygli á viðburðinum
- Skrá hann í viðburðadagatalið okkar
- Gera hugmynd þína að veruleika!
Skipulagning evrópska tungumáladagsins
Með það að sjónarmiði að viðburðir dagsins gangi smurt fyrir sig gefur Evrópuráðið ekki út tilskipanir (né heldur veitir það fjárhagslegan stuðning) við skipulagningu viðburða. Aðildarríki og mögulegir samstarfsaðilar mega því skipuleggja viðburði eftir eigin geðþótta.
Tengiliðir innan landa
Í flestum löndunum er manneskja sem sér endurgjaldslaust um að vera tengiliður milli skipuleggjenda og Evrópuráðsins. Í þessu starfi felst einnig að veita upplýsingar og dreifa kynningarefni framleiddu af Evrópuráðinu á tilheyrandi svæði, eða á landsvísu.
Hlutverk Evrópuráðsins
Evrópuráðið hafði frumkvæði að tungumáladeginum og sendir út ár hvert plaköt, límmiða og annað kynningarefni um fjölbreytileika tungumála í Evrópu. Efninu er dreift til tengiliða innan landa sem bera ábyrgð á dreifingu þeirra á landsvísu, með hliðsjón af þörfum skipuleggjenda viðburða evrópska tungumáladagsins.