Tungumálin sem verða á vegi þínum í þessari bók endurspegla fjölbreytileika þeirra menningarheima og hefða sem þrífast hlið við hlið í heimsálfunni okkar. Sum þeirra 225 tungumála sem eru ættuð frá Evrópu eru töluð af milljónum manneskja, en önnur, sem eru bara töluð af örfáum manneskjum, eru á barmi útrýmingar.
Á þessu stutta ferðlagi munt þú taka eftir því að evrópsk tungumál eiga marga eiginleika sameiginlega. Þau skiptast í þrjá meginflokka: slavnesk, rómönsk og germönsk mál. Tungumálin í hverjum flokki eiga sameiginlegar rætur, en í aldanna rás hafa þau þróast sitt í hverja áttina. Þú munt líka læra um það hvernig málin skilja sig að, um mismunandi gerðir stafrófa (s.s. latneska, kýrillíska, gríska, armenska og georgíska), sum hver listræn, um nýyrði – sú iðja að búa til ný orð – og um orðsifjar, þ.e. uppruna orðanna, sem getur stundum verið á reiki. Hvert tungumál er einstakt og hefur sína eigin sögu að segja.