1. Ég þarf einungis á móðurmáli mínu að halda
Logið SattSleppa spurningu
LogiðVissulega getur þetta verið raunin fyrir einhvern fjölda fólks, en staðreyndin er sú að fyrir flest fólk búsett í Evrópu er þörf á öðru tungumáli auk móðurmálsins í viðskiptum, fyrir menntun og til þess að skilja aðra menningarheima. Næsta spurning
2. Ég bý ekki yfir tvítyngi/margtyngi vegna þess að ég tala bara eitt tungumál.
Að öllum líkindum logið.Líklegast býrðu í raun yfir tví- eða margtyngi. Fyrir nokkrum árum var talið að til þess að manneskja gæti verið talin tvítyngd þyrfti hún að búa yfir framúrskarandi kunnáttu í báðum málum, hún ætti að vera móðurmálshafi í einu og tala hitt reiprennandi. Í dag eru kröfurnar lægri, nóg er að geta skilið auglýsingar, lög, ljóð, skilti, og segðir í seinna málinu. Þar með býrðu yfir tví- eða margtyngi, enda notarðu meira en eitt mál til þess að ná skilaboðunum. Næsta spurning
3. Flest fólk í heiminum notast við fleiri en eitt tungumál.
SattHaft er eftir Nayr Ibrahim (2015): „Yfir helmingur mannkyns notar tvö eða fleiri tungumál til daglegra samskipta. Með öðrum orðum er fjöltyngi, en ekki eintyngi, venjan. Margar ástæður gætu legið að baki þess að manneskja sé tví- eða fjöltyngd: hún gæti átt foreldra sem tala tvö tungumál; gæti hafa flutt erlendis vegna atvinnu eða sökum pólitískra ástæðna þar sem nýbúar þurfa að aðlagast nýju tungumáli og menningu meðfram því að halda enn í heimamálið og -menninguna; gæti hafa lært tungumálið í skóla; gæti búið í tví- eða fjöltyngdu samfélagi þar sem algengt er að fólk skipti milli mála; eða sökum atvika í sögunni eins og landfræðilegra "uppgötvanna" á 15. og 16. öld sem leiddu til nýlendustefnu þar sem tungumál nýlenduherranna var tekið upp og lifir enn í dag sem mállýska á þeim svæðum“ Næsta spurning
4. Enska er eina tungumálið sem börn þurfa á að halda.
LogiðÞegar móðurmál barns er enska, myndi barnið vera þessu samræmt eintyngt. Þetta myndi gera það að verkum að það myndi ekki verða þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að læra nýtt tungumál. Ef barnið hins vegar talar ensku auk móðurmáls síns eingöngu missir það af tækifærum til þess að kynnast öðrum tungumálum Evrópu (og heimsins). Slíkt gæti haft áhrif á menntun og atvinnumöguleika síðar meir. Næsta spurning
5. Börn ruglast í ríminu ef þau læra fleiri en eitt mál samtímis.
LogiðRannsóknir hafa sýnt að það að læra fleiri en eitt tungumál hefur ekki skaðleg áhrif á börn, heldur eykur það samskiptahæfni þeirra og hjálpar þeim í frekara tungumálanámi. Sum tvítyngd börn geta átt það til að ruglast á málfræðireglum milli máli eða nota orð úr báðum málum í sömu setningunni, sbr. „quiero mas juice“ ‘mig langar í meiri safa’. Þetta er eðlilegur hluti af máltileinkun tvítyngdra barna. Við fjögurra ára aldur eru börnin búin að öðlast hæfnina til þess að skilja málin að en gætu enn átt það til að blanda þeim saman. Að endingu læra þau þó að skilja þau fullkomlega að. Næsta spurning
6. Ég get ekki hjálpað barni með að læra eða nota mál sem ég skil ekki nógu vel.
Að öllum líkindum logiðSem kennari getur þú búið til tækifæri fyrir börnin til þess að nota tungumálin sem þau tala heima. Þú getur boðið þeim að bera saman tungumálið sem þú ert að kenna þeim og tungumálið sem þau tala heima. Þá geturðu auðveldlega skilið það sem þau eru að segja og jafnvel lært af þeim. Næsta spurning
7. Ef nemandi talar ekki tungumálið sem er notað í skólanum er besta leiðin til þess að læra það að umgangast og nota eingöngu það mál.
LogiðAð þvinga einu máli upp á barn með þeim afleiðingum að það hafi aftrandi áhrif á móðurmálstileinkun barnsins mun ekki skila tilætluðum árangri. Málið sem barnið talar heima fyrir er öryggisnet þess og hugrænt tólk sem það notar við lærdóm. Með því að ýta undir notkun þess tungumáls sem barnið notar heima fyrir er hægt að stuðla að frekari framförum í tileinkun annarra mála hjá barninu. Næsta spurning
8. Stöðug notkun þess tungumáls sem notað er heima fyrir skerðir hæfni barna til að læra málið sem er notað í skólanum.
LogiðRaunin er sú að hægt er að nota tungumálið sem er talað heima fyrir sem grundvöll fyrir tileinkun annarra mála. Þess fyrir utan er það mál sem gerir börnunum kleift að eiga í samskiptum við foreldra, forráðamenn og jafnvel suma kennara samhliða því að læra önnur mál. Næsta spurning
9. Mitt starf sem kennari felst í því að kenna eitt erlent mál og ekki að skipta mér af öðrum málum í kennslustofunni.
Logið Satt
LogiðMeð því að gefa tungumálinu sem barnið talar heima fyrir gaum mun það láta því líða eins og það sé metið að verðleikum. Börn eru líklegri til þess að sinna lærdómnum af meiri athygli og áhuga ef þau fá að læra í umhverfi þau sem þau upplifa öryggistilfinningu og finnst þau njóta góðs álits. Með því að bjóða önnur tungumál velkomin í kennslustofuna verður kennslan fyrir bæði nemendur og kennara líflegri. Áhrif þess að leyfa tungumálum barnanna að dafna í kennslustofunni verða þau að tungumálanámið mun ganga betur fyrir sig. Gekk þér vel?Þá gætir þú haft áhuga á neðanverðu efni. British Council François Grosjean Healthy ChildrenStaðreyndir um tungumál Upprunalega var þessi spurningaleikur á eftirfarandi vefslóð evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar: www.ecml.at/inspiringearlylearning
This quiz is available in many more languages:
Bosanski, Català, Deutsch, Dansk, Ελληνικά, Eesti, English, Español, Français, Frysk, Hrvatski, Magyar, Հայերեն, Italiano, ქართული, Crnogorski jezik, Македонски Јазик, Malti, Polski, Русский, Slovenský jazyk, Slovenščina, Shqip, Српски, Svenska, Türkçe, Українська