Staðreyndir um tungumál

Vissir þú að...

01

Milli sex- og sjö þúsund tungumál fyrirfinnast í heiminum, sem eru töluð af 7 milljörðum manna og í 189 sjálfstæðum ríkjum.


02

225 tungumál, þ.e. 3% allra mála heims, eiga heimkynni sín að rekja til Evrópu.


03

Flest tungumál heims eru töluð í Asíu og Afríku.
 

04

Að minnsta kosti helmingur heimsbúa er tví- eða fleirtyngdur, þ.e.a.s. talar tvö eða fleiri tungumál.


05

Í sínu daglega lífi komast Evrópubúar í vaxandi mæli í snertingu við erlend tungumál. Brýn þörf er á því að stuðla að meiri áhuga á tungumálum meðal evrópskra þjóðfélagsþegna.

06

Mörg tungumál búa yfir 50.000 eða fleiri orðum, en málhafar þekkja og nota einungis brotabrot af orðaforðanum. Almennt notar fólk í sínu daglega lífi eingöngu nokkur hundruð orð.

07

Tungumál eru sífellt í snertingu hvert við annað og hafa áhrif hvert á annað á margvíslega vegu. Til að mynda býr enska yfir mörgum tökuorðum úr öðrum málum og evrópsk tungumál búa núverið yfir mörgum tökuorðum úr ensku.

08

Á fyrsta árinu byrja börn að hjala þar sem þau mynda ýmsa hljóðastrengi. Í kringum eins árs aldur mynda börn fyrstu skiljanlegu orðin og á þriðja ári byrja þau að mynda flóknari setningar. Við fimm ára aldur hefur orðasafn barns nokkur þúsund orð að geyma.

09

Yfirleitt er fólk best að sér í móðurmáli sínu, enda er það alla jafna það mál sem það notar mest. Til er tvítyngt fólk sem talar tvö mál jöfnum höndum, þó almennt tali það eitt mál betur en annað.

10

Tvítyngi fylgja margir kostir. Það auðveldar tileinkun nýrra tungumála, skerpir heilastarfsemi og gerir fólki kleift að mynda tengsl við annað fólk og aðra menningarheima.

11

Tví- og fjöltyngi fylgir einnig efnahagslegur ávinningur þar sem fleiri störf standa þeim sem tala mörg tungumál til boða og fyrirtæki þar sem meira en eitt tungumál er talað hafa forskot á fyrirtæki þar sem einungis eitt tungumál er talað.

12

Tungumál eru skyld líkt og fjölskylumeðlimir. Flest evrópsk tungumál tilheyra indó-evrópsku málaættinni.


13

Flest evrópsk tungumál tilheyra germönsku, rómönsku eða slavnesku tungumálaættinni.

 

14

Germönsku tungumálaættinni tilheyra m.a. danska, norska, sænska, íslenska, þýska, enska og jiddíska.


15

Rómönsku tungumálaættinni tilheyra m.a. ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska.

 

04

Slavnesku tungumálaættinni tilheyra m.a. rússneska, úkraínska, hvítrússneska, pólska, tékkneska, slóvakíska, slóveníska, serbneska, króatíska, makedónska og búlgarska.

17

Flest evrópsk tungumál nota latneska stafrófið. Sum slavnesk tungumál nota hið kýrillíska. Gríska, armenska, georgíska og jiddíska eru sitt með hvert stafrófið.

18

Í flestum löndum í Evrópu eru töluð svæðisbundin eða minnihlutamál. Sum þessara mála mála hafa verið viðurkennd sem opinber mál.

19

Tungumál sem ekki eru evrópsk en eru mikið töluð á evrópskri grundu eru arabíska, kínverska og hindí, sem eru öll með eigið stafróf.

20

Í Rússlandi (148 milljónir íbúa) eru langflest tungumál töluð – frá 130 til 200, eftir því við hvað er miðað.


21

Vegna innflytjenda- og flóttamannastraums verður Evrópa sífellt fjöltyngdari. Til að mynda eru töluð yfir 300 tungumál í Lundúnum (t.a.m. arabíska, tyrkneska, kúrdíska, berbíska, hindí og punjabi).

Nú þegar þú hefur fræðst svona mikið, hví ekki að spreyta þig á tungumálagetrauninni okkar?