EDL.ECML.AT/APP

Smáforrit tungumálaspæjarans  2023 

Þú og vinir þínir getið keppst við að klára áskoranir, bera kennsl á lönd og tungumál, og vinna spurningaleiki. Áskoranirnar geta verið auðveldar, s.s. „teldu frá 1 upp í 10 á þremur mismunandi tungumálum á innan við einni mínútu“, eða erfiðar, eins og „skrifaðu textann við lagi á erlendu tungumáli ásamt vini.“ Þú og vinir þínir getið keppst við að klára áskoranir, bera kennsl á lönd og tungumál, og vinna spurningaleiki. Áskoranirnar geta verið auðveldar, s.s. „teldu frá 1 upp í 10 á þremur mismunandi tungumálum á innan við einni mínútu“, eða erfiðar, eins og „skrifaðu textann við lagi á erlendu tungumáli ásamt vini.“

Smáforrit tungumálaspæjarans  2023 

Þetta smáforrit hefur upp á margar áskoranir og leiki að bjóða sem hvetja ykkur – tilvonandi alþjóðlega spæjara – til þess að nýta öll tækifæri sem ykkur gefst til þess að æfa ykkur í tungumáli eða læra meira um tungumál utan kennslustofunnar. Með því að hækka þig frá borði til borðs geturðu farið frá því að vera nýgræðingur í það að vera þaulreyndur spæjari.
Sjá síðu
Þú, sem alþjóðlegur spæjari, ert að fara að feta nýjar slóðir og sækja framandi lönd heim. Þetta verður þér mikil áskorun. Góður spæjari þarf að vera sjálfsöruggur þegar kemur að tungumálahæfni til þess að tryggja að hann komi ekki upp um sig. Af þeim sökum þarftu að geta talað erlend tungumál eins hnökralaust og völ er á.
Tungumálaáskoranirnar eru mestmegnis tengdar daglegum samskiptum sem spæjarar gætu lent í. 
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er að læra tungumál skirrist við að taka áhættur og nýtir ekki alltaf tækifæri sem gefast til þess að æfa tungumálið utan kennslustofunnar.
Samskipti á erlendu máli geta verið streituvaldandi, sérstaklega þegar þú ert í spæjaralegum erindagjörðum. Í þeim geta falist mistök, misskilningur, breyting á hegðun og breyting á því hvernig þú beitir málinu.

Þetta smáforrit mun undirbúa þig fyrir slíkar aðstæður.

Plakat fyrir smáforritið

Deutsch
English
Français


Tungumálaáskorun dagsins: When on holiday in another country, use the language/s of the country to greet people/order food and drinks/perform other everyday tasks!

Download