Þú, sem alþjóðlegur spæjari, ert að fara að feta nýjar slóðir og sækja framandi lönd heim. Þetta verður þér mikil áskorun. Góður spæjari þarf að vera sjálfsöruggur þegar kemur að tungumálahæfni til þess að tryggja að hann komi ekki upp um sig. Af þeim sökum þarftu að geta talað erlend tungumál eins hnökralaust og völ er á.
Tungumálaáskoranirnar eru mestmegnis tengdar daglegum samskiptum sem spæjarar gætu lent í.
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er að læra tungumál skirrist við að taka áhættur og nýtir ekki alltaf tækifæri sem gefast til þess að æfa tungumálið utan kennslustofunnar.
Samskipti á erlendu máli geta verið streituvaldandi, sérstaklega þegar þú ert í spæjaralegum erindagjörðum. Í þeim geta falist mistök, misskilningur, breyting á hegðun og breyting á því hvernig þú beitir málinu.
Þetta smáforrit mun undirbúa þig fyrir slíkar aðstæður.