Um gjörvalla Evrópu eru þeir 700 milljón Evrópubúar sem tilheyra 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hvattir til þess að kynnast fleiri tungumálum, óháð aldri og bæði innan veggja skólans sem utan. Þetta er í beinu samræmi við þá sannfæringu Evrópuráðsins að fjölbreytileiki í tungumálum leiði til aukins þvermenningarlegs skilnings og sé eitt af þeim atriðum sem liggi ríkulegum menningararfi álfunnar okkar til grundvallar. Það er einna helst þess vegna sem Evrópuráðið í Strassborg vill stuðla að fjöltyngi í allri Evrópu.
Að tilstuðlan Evrópuráðsins hefur evrópska tungumáladeginum verið fagnað þann 26. september ár hvert síðan 2001, í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.