EDL.ECML.AT/LANGUAGESINMYCLASSROOM

Please define Settings first

Editor's choice (46 posters we really liked)

Poster 2023

All 1900 entries

Please click onto the poster to see a new one!

Poster 2023
Þessi áskorun er ætluð grunn- og menntaskólum þar sem markmiðið er að nemendur nýti sköpunargáfu sína til þess að búa til heillandi plaköt sem endurspegla tungumálin sem eru töluð í bekknum eða skólanum. Með þessu er bæði átt við tungumálin sem eru kennd í skólanum og tungumálin sem eru töluð af samnemendum þínum.
  • Sendu inn pdf-skjal eða mynd af plakatinu sem þú hannaðir og vilt að birtist á vefsíðu evrópska tungumáladagsins. Smávægileg verðlaun verða veitt fimm frumlegustu plakötunum. 
Okkur er sönn ánægja að sýna fjölbreytileika tungumálanna sem eru töluð í þínu námsumhverfi og að leggja áherslu á vægi tungumála innan menntastofnana. Plakatið verður birt á sérstakri síðu innan vefsvæðis evrópska tungumáladagsins. Öll plaköt sem fylgja viðmiðunarreglum munu birtast á síðunni.

Markmið okkar með því að birta plakötin á vefsíðunni er að vekja athygli á því að nemendur búa yfir mismunandi tungumálabakgrunni, ýta undir menningarskipti og að stuðla að meiri virðingu fyrir öllum tungumálum og málhöfum þeirra. Á evrópska tungumáladeginum skulum við fagna tungumálunum sem auðga samfélag okkar, skóla og kennslustofur.

Skilafrestur: 15. október 2023


Please define Settings first